Category Archives: Fréttir

Sumarfrístund Klébergsskóla og UMFK

Í sumarfrístundinni sem er samstarfsverkefni UMFK og Klébergsskóla er boðið upp á fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir börn fædd 2006 – 2010. Í hverri viku er gerð dagskrá sem byggir á frjálsum leik, skapandi starfi, útiveru og ferðum. Þá verður lögð áhersla á að virkja börnin til ákvarðanatöku um hina ýmsu þætti starfsins. Í ágúst […]

Forsetinn bauð UMFÍ til Bessastaða

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, bauð fulltrúum aðildarfélaga Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) í heimsókn á Bessastaði í tilefni af Alþjóðlegum degi sjálfboðaliðans sem er í dag, 5. desember. Degi sjálfboðaliðans var fagnað víða um heim í dag. Ásdís formaður UMFK fór fyrir hönd okkar Kjalnesinga á staðinn. Myndir með fréttinni. Sjón er sögu ríkari. Sjá frétt […]

Íþróttafjör fyrir 1. – 4. bekk

Aldur: 1. -4. bekkur Íþróttafjör er í samstarfi við Klébergsskóla. Æfingar eru á skólatíma, kl. 11:15 -12:15. Markmiðið er að bjóða upp á fjölbreytta hreyfingu á skólatíma, þannig er skóladagurinn brotinn upp. Ánægja hefur verið með þetta fyrirkomulag síðustu árin. Þeir nemendur sem ekki eru skráðir í íþróttafjör fara í Kátakot (frístund) á sama tíma. […]

Fréttir haust 2016

Mannabreytingar eru hjá félaginu og hefur Benóný Harðarson tekið við sem íþróttafulltrúi, einnig höfum við fengið nýja þjálfara og enn er verið að leita að þjálfara í frjálsar. Stjórn Ungmennafélagsins starfar óbreytt fram að aðalfundi en þá láta formaður, varaformaður og gjaldkeri af störfum. Viljum við hvetja alla þá sem vilja taka þátt og móta […]

Íþróttafulltrúi og þjálfarar

Íþróttafulltrúi Benóný Harðarson hefur verið ráðinn Íþróttafulltrúi UMFK. Hann hefur þjálfað knattspyrnu og körfubolta hjá Grindavík, og körfubolta hjá Breiðabilk og KR. Hann hefur starfað sem framkvæmdastjóri körfuknattleiksdeildar Grindavíkur. Benóný hefur brennandi áhuga á öllu því sem viðkemur íþróttahreyfingunni og hlakkar til að takast á við starfið og kynnast iðkendum og öðrum Kjalnesingum. Við bjóðum […]