Fréttir haust 2016

Mannabreytingar eru hjá félaginu og hefur Benóný Harðarson tekið við sem íþróttafulltrúi, einnig höfum við fengið nýja þjálfara og enn er verið að leita að þjálfara í frjálsar.
Stjórn Ungmennafélagsins starfar óbreytt fram að aðalfundi en þá láta formaður, varaformaður og gjaldkeri af störfum. Viljum við hvetja alla þá sem vilja taka þátt og móta  frábært starf á Kjalarnesi að mæta  og bjóða sig fram.

Skráningar og æfingagjöld

Skráning: Iðkendur skrá sig á þau námskeið sem þeir ætla að æfa að vori og gildir það fyrir haust- og vorönn. Skráning fer fram á vef félagsins.
Verð: Aðeins er innheimt eitt gjald fyrir hvert barn hjá Ungmennafélagi Kjalnesinga og hægt að taka þátt í öllum þeim íþróttagreinum sem í boði eru fyrir þann aldurshóp. Æfingagjaldið er kr. 17.500 á önn, kr. 35.000 á ári, innheimt tvisvar á ári – fyrir haustönn og fyrir vorönn.
Æfingagjöldin verða innheimt í gegnum Rafræna Reykjavík og/eða heimabanka.
Athugið að eftirfarandi fellur ekki undir þetta:
  • Námskeið sem eru auglýst sérstaklega
  • Sumarnámskeið UMFK
Sjá nánar um verðskrá og skilmála hér á heimasíðunni.
Jólabingó verður á sínum stað og viljum við hvetja alla sem vilja leggja okkur lið og gefa vinninga að hafa samband við okkur í gengum tölvupóst [email protected] eða í skilaboðum á Facebook.

Námskeið í vetur

Eftirfarandi námskeið verða í vetur, jafnframt er verið að vinna að því að fá fleiri þjálfara og verða þau námskeið auglýst síðar.

Íþróttafjör

Aldur: 1. -4. bekkur.
Íþróttafjör er í samstarfi við Klébergsskóla. Æfingar eru á skólatíma 11:15 -12:15.
Markmiðið er að bjóða upp á fjölbreytta hreifingu á skólatíma, þannig er skóladagurinn botinn upp. Ánægja hefur verið með þetta fyrirkomulag síðustu árin. Þeir nemendur sem ekki eru skráðir í íþróttafjör  fara í Kátakot (frístund) á sama tíma.

Sund

Þjálfari: Anna F. Gunnarsdóttir.
Sundnámskeið verður í vetur og er markmið að æfa undirstöðuatriði í sundi og taka þátt í keppnum.

1.-4. bekkur

Þriðjudaga og fimmtudaga 14:45-15:45.

5.-7. bekkur

Þriðjudaga 15:45-16:45 og fimmtudaga 16:10-17:10.

Sundnámskeið fyrir 18 ára +

Átta vikna námskeið verður fyrir fullorðna hefst þriðjudaginn 5. september og lýkur 24. október. Farið verður yfir undirstöðuatriði í sundi ásamt því að kenna skriðsund. Þjálfi leggur áhersu á einstaklingmiðaða þjálfun.
Æfingar verða á þriðjudögum kl. 17:30-18:30.
Lágmarksþáttaka er átta manns. Verð kr. 15.000.
Fæst niðurgreitt af flestum stéttarfélögum.
Skráning er á heimasíðu UMFK og reikningur kemur í heimabanka.

Borðtennis

Aldur: 5. – 10. bekkur.
Þjálfari: Forgacs Balint Csanad
Æfingar verða í Klébergsskóla tvisvar í viku á mánudögum kl. 17.00-18.00 og á fimmtudögum kl. 15.00-16.00.
Markmiðið að nemendur læri undirstöðuatriði í borðtennis og getir jafnvel keppt sín á milli.

Fjölskyldutímar í íþróttahúsinu  FRÍTT

Alla laugardaga frá kl 11.00 – 12.00 er íþróttasalurinn opinn fyrir fjölskyldur. Börn verða að vera í fylgd með fullorðnum og bera forráðamenn ábyrgð á því að gengið sé frá öllu á sinn stað.
Berum virðingu fyrir því að í salnum eru margir iðkendur og mikilvægt að tæki séu á sínum stað og því er mjög mikilvægt að allir gangi frá eftir sig og setji tæki á rétta staði.