Íþróttafjör fyrir 1. – 4. bekk

Aldur: 1. -4. bekkur

Íþróttafjör er í samstarfi við Klébergsskóla.

Æfingar eru á skólatíma, kl. 11:15 -12:15.

Markmiðið er að bjóða upp á fjölbreytta hreyfingu á skólatíma, þannig er skóladagurinn brotinn upp. Ánægja hefur verið með þetta fyrirkomulag síðustu árin. Þeir nemendur sem ekki eru skráðir í íþróttafjör fara í Kátakot (frístund) á sama tíma.

Verð: 35.000 kr.

Athugið: Hjá UMFK er greitt eitt gjald 35.000 kr. fyrir bæði haust- og vormisseri og fyrir það gjald geta nemendur skráð sig í öll þau námskeið sem þau vilja æfa. Ekki er greitt umfram þetta gjald, nema námskeið séu auglýst sérstaklega þá er sérstakt gjald fyrir það.