Góðir Kjalnesingar

Þá er enn eitt sumarið að baki, haust komið á ný og öll íþróttastarfsemi að hefjast. Eins og flestum finnst þá líður sumartíminn alltaf hratt en vonandi hafið þið þó notið þess  í veðurblíðunni hér sunnanlands. Íþróttastarf UMFK verður áfram með svipuðu sniði og síðastliðinn vetur, en athugið þó nokkuð breytta æfingatíma! Knattspyrna, badminton, fimleikar,  […]

Almenningsdeild

Æfum á þriðjudagskvöldum klukkan 20:00 í íþróttahúsinu eða á battavellinum, eftir veðri! Brennó-lið UMFK!  Erum við ekki mörg hér sem erum til í að rifja upp gamla góða brennó og mynda brennó-lið, sem væri jafnvel til í að taka þátt í brennó mótum? Hér þarf ekkert nema áhugann og mæta á æfingar til að ná […]

Klappstýrur – Ekki bara fyrir stelpur

Æfingar verða á mánudögum og föstudögum kl.16:30-18:30.   Æfingar hefjast föstudaginn 11.sept.   Skemmtilegar, fjölbreyttar og krefjandi æfingar fyrir stelpur og ekki síst fyrir stráka sem oft eru uppistaðan í erfiðum atriðum! Þetta er æfingar þar sem reynir á samhæfingu og samvinnu í alls konar uppstillingum, stunts, og fleiri fimleika- og danstengdum æfingum með dúndrandi […]

Powersport – Erfiðar og fjölbreyttar þrekæfingar fyrir stráka og stelpur

Æfingar verða á mánudögum kl. 19:00-20:00 úti og á föstudögum 19:00-20:30 inni. Æfingar hefjast föstudaginn 11.spet. Erfiðar og fjölbreyttar þrekæfingar fyrir stráka og stelpur sem vilja koma sér í gott form. Hér reynir á  þol, snerpu, styrk og samvinnu einstaklinga og hópa. Einstaklingskeppni og hópakeppni reglulega þar sem útnefndur verður Power-sport meistari í lok námskeiðs.

Æfingar í Badminton

Æfingar í badminton verða á miðvikdögum kl 17.15-18.15 og fimmtudögum kl. 18.00-19.00.   Þær hefjast miðvikudaginn 16.september.   Við hvetjum alla krakka, ekki síst eldri krakka, sem áhuga hafa á þessari skemmtilegu íþrótt að skrá sig. Þjálfari verður Íris Ósk Kjartansdóttir íþróttakennari og badmintonkona.   Æfingagjald fyrir badminton verður 10.000,-kr fram að jólum