Ungt fólk og lýðræði

Ungmennaráð Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) stendur nú í sjöunda sinn fyrir ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er Niður með grímuna –geðheilbrigði ungmenna á Íslandi og mun hún fara fram 16.– 18. mars á Hótel Selfossi.

Ungmennaráð UMFÍ hefur veg og vanda að ráðstefnunni en jafnframt koma Héraðssambandið Skarphéðinn og Sveitarfélagið Árborg að undirbúningi.

Þátttökugjald eru 12.000kr. fyrir hvern einstakling. Innifalið eru allar ferðir, uppihald.

Endilega hafið samband við íþróttafulltrann okkar Önnu Lovísu í síma 778-5500 eða á netfangið [email protected]